Enski boltinn

Saga Jamie Vardy á leiðinni á hvíta tjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Vardy
Jamie Vardy Vísir/Getty

Fimm ára ferðalag Jamie Vardy frá því að spila utandeildarfótbolta til að bæta markamet Ruud Van Nistelrooy um helgina er svo sannarlega efni í góða bíómynd.

Jamie Vardy skoraði í ellefta leiknum í röð með Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og sló þar með met Van Nistelrooy.

Sjá einnig:Sögulegt mark Vardy í jafntefli gegn United

Kvikmyndahandritshöfundurinn Adrian Butchart hefur nú áhuga á því að fara alla leið og gera bíómynd með þessari ótrúlegu sögu Jamie Vardy.

Adrian Butchart skrifaði meðal annars handritið af bíómyndinni Goal sem fjallar um uppkomu knattspyrnumanns.  Hann hefur því reynslu af því að setja upp magnaða uppkomusögu knattspyrnumanns en núna þarf hann ekki að ýkja neitt. Saga Vardy býður upp á alla mögulega dramatík.

„Þetta er þannig saga að ef hún væri ekki sönn þá myndi enginn trúa henni," sagði Adrian Butchart í viðtali við The Sun.

Sjá einnig:Saga Jamie Vardy er lygileg en alveg fullkomlega sönn

Jamie Vardy vann í verksmiðju fyrir fimm árum ásamt því að spila utandeildarfótbolta en sló síðan í gegn hjá Fleetwood Town sem seldi hann fyrir eina milljón punda til Leicester City.

„Afrek hans eru ótrúleg sem og að bæta metið með þessu frábæra marki á móti einu stærsta félagi fótboltans gerir þetta enn magnaðra," sagði Butchart.

„Þetta er hlutverk sem leikara dreymir um að leika," sagði Butchart og hann sér heimsfræga leikara eins og þá Robert Pattinson, Andrew Garfield og Zac Efron kandídata í að leika Jamie Vardy í myndinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×