Lífið

Saga Garðars á ennþá hársýni af æskuástinni Hjálmtý

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saga skemmtileg að vanda.
Saga skemmtileg að vanda.
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Sérstök forsýning var í Háskólabíói á þriðjudagskvöldið og verður myndin frumsýnd um land allt í kvöld. Framleiðendur myndarinnar hvetja Íslendinga til að segja frá æskuminningum sínum á Twitter undir kassamerkinu #hjartasteinn eins og sjá má hér að neðan.

Kvikmynd á eflaust eftir að vekja upp margar æskuminningar hjá áhorfendum og að því tilefni fengu framleiðendur myndarinnar til sín nokkra þjóðþekkta einstaklinga til að rifja upp sínar æskuminningar en að þessu sinni er komið að leikkonunni Sögu Garðarsdóttir sem segir frá æskuástinni.

„Ég var mjög skotin í þessum strák,“ segir Saga og bætir því við að hún eigi enn hársýni úr drengnum.

„Ég veit ekki alveg hvernig stendur á því en ég á hársýni úr strák sem ég var skotin í þegar ég var svona 12-13 ára. Hann heitir Hjálmtýr og var svona sætasti strákurinn í skólanum og við vorum allar ógeðslega skotnar í honum,“ segir Saga og rifjar upp afmæli sem einn drengur í bekknum hélt á sínum tíma.

„Það var svona keppni hver fengi að sitja við hliðin á Hjálmtý og ég sat við hliðin á honum og þetta voru bestu 90 mínútu ævi minnar þá. Ég veit ekki alveg hvernig við fórum að því en við vorum 3-4 stelpur sem fengum hársýni úr honum, sem ég límdi í dagbókina mína.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×