Innlent

Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ritun sögu Akraness hefur staðið yfir í meira en áratug. Mynd/ GVA.
Ritun sögu Akraness hefur staðið yfir í meira en áratug. Mynd/ GVA.
Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm.

Ritun sögu Akraness hefur staðið yfir í ríflega 10 ár og hefur kostað hátt í 100 milljón krónur. Í fréttatilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í hvers kyns heimildaöflun, skráningu örnefna og kortagerð enda spanni þessi tvö fyrstu bindi sem hér um ræði tímabilið frá landnámi á Akranesi og fram til aldamótanna 1800.

Bæjarlistamaður Akraness árið 2011 verður einnig formlega útnefndur í Kirkjuhvoli í dag



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×