Lífið

Safnar fyrir leikverki í New York

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Útskrifuð Ólöf Jara stofnaði leikhópinn með kærasta sínum.
Útskrifuð Ólöf Jara stofnaði leikhópinn með kærasta sínum. Mynd/Einkasafn
„Það kostar mikið að setja upp sýningu og við erum að reyna að safna fyrir kostnaðinum en allur ágóði sýningarinnar mun renna til alþjóðlegu samtakanna One Voice sem reyna að stuðla að friði milli Ísraels og Palestínu en leikritið sem heitir Murder, eftir leikskáldið Hanoch Levin, fjallar um stríð og ofbeldi og þann part af mannlegu eðli sem við eigum erfitt með að horfast í augu við,“ segir Ólöf Jara Skagfjörð.

Hún, ásamt leikhópi sínum stendur fyrir söfnun á vefsíðunni Indiegogo fyrir uppsetningu á áðurgreindu leikverki en um það bil vika er eftir af söfnuninni.

Leikhópinn, sem kallast Exodus Theatre Company stofnaði Ólöf Jara en hún er búsett í New York. „Ég stofnaði leikhópinn hérna úti ásamt kærastanum mínum, Yadin Goldman, og við erum að fara setja upp þessa sýningu í september,“ bætir Ólöf Jara við.

Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin 2 ár og lagði þar stund á leiklistarnám. „Ég útskrifaðist í júní frá Circle in the Square Theatre School og kann rosalega vel við mig hérna úti. Ég verð hérna þangað til annað kemur í ljós,“ bætir Ólöf Jara við.

Nánari upplýsingar um verkið og söfnunina má finna á heimasíðu leikhópsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×