Lífið

Safnar fyrir leggangastyttu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Ef ný lög í Texas-fylki ganga í gegn mun flestum stöðum sem framkvæma fóstureyðingar verða lokað og verður nánast ómögulegt fyrir íbúa fylkisins að fara í fóstureyðingu.

Kona sem kallar sig Chloe vill mótmæla þessu og hefur hafið söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter fyrir styttu sem verður eins og leggöng og tæplega tveggja metra há. 

Chloe hefur nú þegar náð takmarki sínu og meira til en peningurinn sem hún notar ekki í gerð styttunnar verður notaður til að fjármagna fóstureyðingar fyrir konur í neyð. Söfnunin er opin þangað til í desember en ekki er ljóst hvar styttan mun rísa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×