Lífið

Safnar ástarbréfum og játningum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Katrín segir bréfin vera mjög mismunandi.
Katrín segir bréfin vera mjög mismunandi. mynd/Saulius Baradinskas
„Þetta er mjög krassandi lesning og það kom mér á óvart hverju fólk er tilbúið til að deila,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir, meðlimur Reykjavíkurdætra og Hljómsveittrar.

Hún vinnur nú við að safna ástarbréfum fyrir verkefni í Listaháskólanum.

„Bæði ókunnugir og nánir hafa sent mér mjög persónulega pósta. Það er ótrúlega fallegt hvað fólk er að opna sig, þó þetta sé nafnlaust þá er þetta samt svo ofboðslega einlægt og tilfinningaþrungið.“

Katrín segir ástarbréfin oft vera afar mismunandi.

„Sumir eru með margra blaðsíðna ritgerðir en aðrir eru til dæmis bara með Facebook-skilaboð. Ég hef líka fengið nótur að ástarlagi og geisladisk tileinkaðan ákveðinni manneskju.“

Verkið verður sýnt í Listaháskólanum en Katrín hyggst líka finna annað gallerírými til að sýna bréfin.

„Svo væri ég til í að prenta bók með öllum bréfunum en það verður að sjálfsögðu ekki gert án leyfis bréfaritara.“ Katrín tekur jafnframt fram að ef fólk eigi bréf sem það vilji deila sé hægt að senda þau á katrin12@lhi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×