Bíó og sjónvarp

Safna fyrir stafrænu sýningarkerfi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skjaldborgarbíó á Patró.
Skjaldborgarbíó á Patró. vísir
Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolina fund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði.

Í tilkynningu frá aðstandendum Skjaldborgar segir að sé kappsmál að nútímavæða þetta sögulega og fallega kvikmyndahús svo hægt sé að halda úti reglulegum kvikmyndasýningum í húsinu eins og gert hefur verið undanfarna áratugi.

„En þetta er ekki síður hagsmunamál fyrir heimildamyndahátíðina sem dregur nafn sitt af bíóinu og á því og aðstandendum þess svo mikið að þakka. Með hinu nýja og glæsilega sýningakerfi munu myndgæði bíósins aukast til muna, bæði kvikmyndagerðarfólki og hinum almenna áhorfanda til mikillar ánægju og yndisauka,“ segir í tilkynningunni.

Hátíðin, sem mun fagna 10 ára afmæli í vor, vill að leggja þessu góða málefni lið og mun standa fyrir góðgerðarsamkomu í Bíó Paradís næstkomandi laugardag kl. 16 – 18. Húsband hátíðarinnar The Shits, sem allir gestir Skjaldborgar ættu að gjörþekkja, mun flytja nokkur ný og brakandi fersk lög. Þá verður bjórsala á staðnum og mun allur ágóði renna til kaupa á sýningakerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×