Innlent

Safna fyrir skógum í Skorradal og á Austurlandi

Almenningur er hvattur til að leggja sitt af mörkum í verkefninu Aprílskógar.
Almenningur er hvattur til að leggja sitt af mörkum í verkefninu Aprílskógar.
Nú þegar sólin hækkar á lofti eru Aprílskógar að skjóta rótum, en Aprílskógar eru söfnunarverkefni Græns Apríl fyrir skógrækt. 

Grænn apríl er umhverfisátak sem hefur vaxið og þróast undanfarin ár og er nú ýtt úr vör í þriðja sinn. Því er fyrst og fremst beint að því að auka meðvitund fólks um hvað það getur gert til að draga úr umhverfisáhrifum.

Þema mánaðarins í ár er birting loftslagsbreytinganna og eins og staðan er nú skiptir ekki litlu máli að dregið sé úr koltvísýringsmengun. Þar kemur skógrækt sterk inn.

Safnað er fyrir tveimur verkefnum í ár, annars vegar stuðningi við Bændaskóga á Austurlandi, en þar þarf að grisja lerkiskóginn. Grisjun á hvern hektara kostar 150 þúsund krónur.

Hins vegar er safnað fyrir plöntun nýrra trjáa í Skorradal, þar sem stefnt er á að rísi með tíð og tíma Aprílskógur úr birki og reynitrjám.

Hægt er að styrkja verkefnið með því að hringja eða senda sms í eftirfarandi númer fyrir mismunandi upphæðir:

  • 901 5010 fyrir 1.000 krónur 
  • 901 5020 fyrir 2.000 krónur
  • 901 5030 fyrir 3.000 krónur


Þeir sem vilja gefa stærri upphæðir geta lagt framlag sitt inn á söfnunarreikning Aprílskóga:

  • 0331-13-302114 – kt. 691195-2799
Ingibjörg Gréta Gísladótti og Guðrún Bergmann, verkefnastjórar Græns apríl. Mynd/Pjetur

Tengdar fréttir

Grænn apríl fer af stað

Grænn apríl er umhverfisátak sem hefur vaxið og þróast undanfarin ár og er nú ýtt úr vör í þriðja sinn. Því er fyrst og fremst beint að því að auka meðvitund fólks um hvað það getur gert til að draga úr umhverfisáhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×