Innlent

Safna fé til að byggja brunna

Fjölmargir njóta góðs af söfnuninni.
Fjölmargir njóta góðs af söfnuninni. vísir/gva
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin. Yfirskrift söfnunarinnar þetta sinnið er Hreint vatn breytir öllu.

Stærsti þáttur verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar er að byggja brunna, grafa vatnsþrær og reisa vatnssöfnunartanka til að tryggja aðgang fólks að hreinu vatni.

Með aðgengi að hreinu vatni hefur allt líf möguleika á að vaxa og dafna. Fæðan verður næringarríkari með fjölbreyttari jarðyrkju og búfjárrækt. Hreinlæti eykst og það leiðir aftur til aukins heilbrigðis. Börn geta farið í skólann í stað þess að sækja vatn um langan veg og konum gefst tími til að afla tekna með því að selja afurðir. Allt leiðir þetta til virkari þátttöku fólks í samfélaginu og til sjálfbærrar þróunar samfélaga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að 748 milljónir manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni.

Leggja má fé í söfnunina með valgreiðslu í heimabanka, með gjöf inn á framlag.is eða með því að legga inn á söfnunarreikning. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×