Innlent

Sætir kröfu um nálgunarbann eftir hótun á Hellu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Konan hefur farið fram á nálgunarbann á manninn og er málið í vinnslu hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Konan hefur farið fram á nálgunarbann á manninn og er málið í vinnslu hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Getty
Karlmaður á Hellu hótaði fyrrverandi sambýliskonu sinni í liðinni viku og sagðist ætla að vinna henni tjón. Konan hefur farið fram á nálgunarbann á manninn og er málið í vinnslu hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Þá var lögregla kölluð til á heimili á Höfn í Hornafirði á föstudagskvöldið eftir að maður braut upp hurð og sýndi af sér ógnandi framkomu gagnvart heimilisfólki.

Alls voru 26 umferðaróhöpp og slys skráð hjá lögreglunni á Suðurlandi í liðinni viku. Þeirra á meðal var alvarlegur árekstur tveggja bifreiða á einbreiðri brú yfir Stígaá í Öræfasveit. Brúin er skammt frá Hólá þar sem banaslys varð á annan dag jóla á einbreiðri brú.

Þá mjaðmagrindarbrotnaði kona á Þingvöllum þegar hún hrasaði eftir að hafa stigið úr rútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×