Handbolti

Sætið á HM í Katar var happafengur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins, segir að sæti Þýskalands á HM í Katar hafi verið happafengur fyrir þýskan handbolta.

Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, ákvað að afturkalla sæti Eyjaálfu á HM í handbolta og veitti í staðinn Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar, þó svo að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð Evrópu samkvæmt Handknattleikssambandi Evrópu.

Bauer var í viðtali á heimasíðu þýska sambandsins og var spurður af hverju það hafi verið rétt ákvörðun að þiggja boð IHF um sæti á HM.

„Af því að við virðum niðurstöðu lýðræðislega ákvarðanna,“ sagði Bauer. „IHF ráðið fer með æðsta vald handboltans og er lýðræðislega valin stofnun. Niðurstaða þess var einróma,“ sagði Bauer og sagði einnig að HM-sætið væri kjörið tækifæri til að koma handboltaíþróttinni enn frekar á framfæri í Þýskalandi.

„Við komumst þó ekki áfram vegna frammistöðu okkar á vellinum. Þetta er því mikill happafengur og hann verða leikmenn okkar að nýta.“

Þýska sambandið hefur enn ekki ráðið nýjan landsliðsþjálfara en þeir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson hafa verið orðaðir við starfið. Mörgum þykir þó líklegast að þýskur þjálfari verði ráðinn í starfið.

„Við höldum leit okkar áfram og flýtum okkur hægt. Við munum taka ákvörðun sem mun þjóna þýskum handbolta vel. Þetta snýst um gæði en ekki hraða.“


Tengdar fréttir

Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af

Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig.

Hvorki heyrst frá IHF né EHF

Þrátt fyrir að HSÍ hefði krafist svara fyrir miðnætti hafa engin svör borist frá IHF né EHF varðandi kröfu Íslands um að IHF dragi til baka ákvörðun sína um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar

Laug EHF að handboltaforystu Íslands?

Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ.

Svona var reglunum breytt hjá IHF

Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta.

Ísland á að fara dómstólaleiðina

Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla.

HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015

Handknattleikssamband Íslands hefur krafist þess að Alþjóðahandknattleikssambandið dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liðinu sætið líkt og evrópska handknattleikssambandið hafði lofað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×