Viðskipti innlent

Sætanýting Icelandair aldrei hærri í september

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sætanýting Icelandair í millilandaflugi nam 83,1% í síðasta mánuði samanborið við 79,8% í september  2014.
Sætanýting Icelandair í millilandaflugi nam 83,1% í síðasta mánuði samanborið við 79,8% í september 2014. Vísir/Vilhelm
Icelandair Group flutti tæplega 317 þúsund farþega í millilandaflugi í september og voru þeir 22% fleiri en í september á síðasta ári. Framboðsaukning var 17% á milli ára og sætanýting nam 83,1% samanborið við 79,8% í september  2014.  Sætanýtingin hefur aldrei verið hærri í september segir í tilkynningu.

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru um 27 þúsund í september sem er aukning um 3% á milli ára. Sætanýting nam 77,8% og jókst um 2,7 prósentustig samanborið við september 2014. Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 30% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 5% frá því á síðasta ári. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins jókst um 8% á milli ára. Herbergjanýting var 83,4% og var 2,1 prósentustigi hærri en í september 2014. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×