Erlent

Sænskur flassari kenndi tommustokknum um

Atli Ísleifsson skrifar
Tommustokkur.
Tommustokkur. Vísir/Getty
Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt flassara í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta eftir að hafa fundið hann sekan af ákæru um kynferðisbrot í ellefu liðum.

Í frétt DN segir að maðurinn hafi sjálfur sagt konurnar, sem tilkynntu um brotin, hafa misskilið og haldið að það sem þær töldu vera kynfæri mannsins í raun og veru hafa verið tommustokkur.

Sagði hann að þar sem hann starfi sem smiður hafi hann oft verið með verkfæri í kjöltunni þegar hann æki um í bíl sínum.

Dómarinn tók manninn hins vegar ekki trúanlegan, annað en konurnar, og segir að um eftiráskýringar sé að ræða hjá manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×