Erlent

Sænskri stúlku bjargað frá liðsmönnum ISIS

Atli Ísleifsson skrifar
Sænsk yfirvöld og fjölskylda stúlkunnar eiga að hafa beðið um aðstoð öryggissveita Kúrda vegna hvarfs stúlkunnar.
Sænsk yfirvöld og fjölskylda stúlkunnar eiga að hafa beðið um aðstoð öryggissveita Kúrda vegna hvarfs stúlkunnar. Vísir/AFP
Sextán ára stúlku frá vesturhluta Svíþjóðar hefur verið bjargað frá liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak.

Reuters greinir frá því að stúlkunni hafi verið bjargað þann 17. febrúar í áhlaupi öryggissveita Kúrda, en þetta er haft eftir talsmanni kúrdískra öryggisyfirvalda.

Sænsk yfirvöld og fjölskylda stúlkunnar eiga að hafa beðið um aðstoð öryggissveita Kúrda vegna hvarfs stúlkunnar.

Stúlkan á að hafa ferðast frá Svíþjóð til Sýrlands á síðasta ári og þaðan haldið yfir landamærin til Íraks. Stúlkunni var bjargað nærri borginni Mosul, næststærstu borg Íraks, þar sem liðsmenn ISIS ráða nú ríkjum. Sænskur ISIS-liði á að hafa gabbað stúlkuna til Sýrlands.

Í frétt SVT kemur fram að sænska utanríkisráðuneytið hafi enn ekki viljað tjá sig um fréttirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×