Viðskipti erlent

Sænskir vextir komnir í núll

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Úr skerjagerðinum í Stokkhólmi.
Úr skerjagerðinum í Stokkhólmi. Vísir / AFP
Seðlabanki Svíþjóðar kynnti í gær ákvörðun um að lækka stýrivexti úr 0,25 prósentum í 0,0 prósent.

Greinendur á markaði höfðu áður spáð því að vextir færu í 0,1 prósent.

Ávörðunin er sögð til þess ætluð að koma í veg fyrir verðhjöðnun í landinu með því að ýta undir lánveitingar og hærra vöruverð.

Í tilkynningu bankans segir að framkvæmdastjórn hans hafi á síðasta peningastefnufundi í októberlok talið stefnuna þurfa að vera enn opnari til þess að koma verðbólgu í átt að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×