Erlent

Sænskir lögreglumenn tóku hlé á fríi sínu til að stöðva árás

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Mennirnir héldu árásamanninum niðri þar til lögreglan kom á svæðið.
Mennirnir héldu árásamanninum niðri þar til lögreglan kom á svæðið. Vísir/skjáskot úr myndbandinu
Fjórir sænskir lögreglumenn tóku hlé á fríi sínu í New York þegar þeir stöðvuðu árás á mann í lestarvagni. Í frétt New York Post segir að lögreglumennirnir hafi verið á leið á söngleikinn Les Misérables þegar þeir heyrðu að óskað var eftir lögreglumönnum í kallkerfi lestarinnar.

Lögreglumennirnir komu þá að heimilislausum manni sem hafði ráðist á annan mann. Nýliði sænsku lögreglunnar, Markus Asberg, segir að þeir hafi stöðvað slagsmálin og hann aðstoðaði fórnalambið. Félagar hans héldu árásamanninum niðri á meðan þeir biðu eftir lögreglunni.

Árásamaðurinn lét ófriðlega eins og sést í myndbandi sem náðist af atburðinum og segir Asberg að hann hafi slasað fórnalambið mikið.

Asberg sagði þó að þeir væru engar hetjur heldur aðeins ferðamenn. Félagarnir höfðu aðeins verið í fríinu í einn dag þegar atburðurinn átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×