LAUGARDAGUR 3. DESEMBER NÝJAST 23:30

Körfuboltakvöld: Fannar skammar | „Ţetta er ekki fallegt“

SPORT

Sćnski landsliđsfyrirliđinn styđur baráttu hinsegin fólks í Póllandi

 
Handbolti
22:45 12. JANÚAR 2016
Karlsson fagnar í leik međ sćnska landsliđinu.
Karlsson fagnar í leik međ sćnska landsliđinu. VÍSIR/AFP

Tobias Karlsson, fyrirliði sænska landsliðsins í handbolta, ætlar að leggja baráttu hinsegin fólks í Póllandi lið með því að vera með regnbogalitað fyrirliðaband um arminn í leikjum Svíþjóðar á EM í handbolta.

„Ég verð með bandið þar til að einhver stöðvar mig,“ sagði Karlsson í samtali við sænska fjölmiðla.

Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð í Póllandi en Karlsson segist ekki vera að mótmæla neinu með sínum gjörðum heldur eingöngu að berjast gegn ójafnrétti.

Hann segir að hugmyndin sé komin frá Johan Jepson sem er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad. Hann hefur notað regnbogalitað fyrirliðaband í öllum leikjum liðsins á yfirstandandi tímabili.

Karlsson segist hafa beðið forráðamenn sænska landsliðsins að ganga úr skugga um að það verði ekki hægt að refsa Karlsson fyrir að nota umrætt fyrirliðaband.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Sćnski landsliđsfyrirliđinn styđur baráttu hinsegin fólks í Póllandi
Fara efst