Innlent

Sækja slasaðan göngumann í Esjuhlíðum

Atli Ísleifsson skrifar
Töluverðan mannskap þarf í verkið þar sem um nokkuð erfiðan burð er að ræða vegna snjós og hálku á fjallinu.
Töluverðan mannskap þarf í verkið þar sem um nokkuð erfiðan burð er að ræða vegna snjós og hálku á fjallinu. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna göngumanns sem er slasaður á gönguleiðinni á Kerhólakamb í Esju. Maðurinn var á ferð með félögum sínum þegar hann datt og er talið að hann sé fótbrotinn.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að fjallahópur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sé kominn á staðinn og búi manninn undir flutning. „Töluverðan mannskap þarf í verkið þar sem um nokkuð erfiðan burð er að ræða vegna snjós og hálku á fjallinu. Veður er þó gott.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×