Erlent

Sádí-Arabar skattlagðir í fyrsta sinn

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Sádi-arabískir ráðamenn á þingi.
Sádi-arabískir ráðamenn á þingi. vísir/afp
Frá og með síðustu mánaðamótum hafa íbúar í Sádi-Arabíu þurft að greiða virðisaukaskatt.

Þetta er mikil breyting því til þessa hafa engir skattar verið lagðir á íbúa landsins. Olíugróðinn hefur verið látinn standa undir útgjöldum ríkisins, en undanfarið hefur verulegur halli verið á ríkissjóði.

Virðisaukaskatturinn verður fimm prósent á flestar vörur og þjónustu.

Þetta er gert samkvæmt meðmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem segir að olíuríkin í Mið-Austurlöndum eigi að styrkja tekjustofna sína með skattlagningu.

Þá eru stjórnvöld í Sádi-Arabíu að búa sig undir að setja olíurisann Aramco á opinn hlutabréfamarkað, sem yrði veruleg breyting. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×