Erlent

Sádí-Arabar lýsa yfir áhyggjum af nýjum lögum í Bandaríkjunum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bandaríska þingið samþykkti ný lög um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001.
Bandaríska þingið samþykkti ný lög um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. vísir/epa
Utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu hefur lýst yfir miklum áhyggjum af nýsamþykktri löggjöf í Bandaríkjunum þess efnis að fjölskyldur fórnarlamba hryðjuverkaárásanna 11. september geti sótt yfirvöld í Sádi-Arabíu til saka fyrir meinta aðild að árásunum.

Sádí-arabísk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld þar sem þau sögðu löggjöfina geta haft neikvæð áhrif, ekki einungis á samskipti við Bandaríkin heldur fleiri þjóðir.

Lögin voru samþykkt þrátt fyrir neitun Baracks Obama Bandaríkjaforseta, og hunsaði þingið þannig neitunarvald hans. Obama hefur sagt að þingið hafi gert mistök og að lögin muni skapa hættulegt fordæmi fyrir því að fjöldi mála gegn Bandaríkjunum fái nú frekar brautargengi sökum fordæmis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×