Erlent

Sádar herða sókn gegn Hútum

Ingólfur Eiríksson skrifar
Mynd/AP
Mynd/AP
Arababandalagið samþykkti í gær að Sádi-Arabía skyldi halda áfram loftárásum sínum í Jemen.

Sádar og bandamenn þeirra hafa undanfarna daga varpað sprengjum á höfuðborgina Sanaa, með það að markmiði að lama varnir uppreisnarhreyfingar Húta.

Hútar, sem eru sjía-múslimar, hafa farið með stjórn í Jemen síðan forseti landsins, Abd Rabbuh Mansour Hadi, hrökklaðist frá völdum í janúar.

Hadi hefur í framhaldinu sakað Íran um að standa á bak við uppreisnina.

Fjölmörg lönd hafa lokað sendiráðum í Jemen og kallað sendiherra sína heim eftir valdarán Húta.

Þá var bandarískt herlið sem hefur barist árum saman við Al Kaída í landinu kallað heim í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×