Erlent

Sádar fá að fara í bíó á næsta ári

Kjartan Kjartansson skrifar
Nú er að sjá hvort að opnun kvikmyndahúsa muni leiða til siðspillingar Sáda eins og klerkar þar í landi óttast.
Nú er að sjá hvort að opnun kvikmyndahúsa muni leiða til siðspillingar Sáda eins og klerkar þar í landi óttast. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ákveðið að aflétta banni við einkareknum kvikmyndahúsum sem hefur verið í gildi í meira en þrjátíu ár. Búist er við því að fyrstu kvikmyndahúsin geti opnað á vordögum.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að menningar- og upplýsingaráðuneyti Sádí-Arabíu ætli að byrja að gefa út leyfi fyrir kvikmyndahús nú þegar. Aðgerðin sé liður í áformum Mohammeds bin Salman, krónprins, um félagslegar og efnahagslegar umbætur í landinu.

Bannið hefur verið í gildi frá 8. áratugnum en þá sannfærðu klerkar stjórnvöld um að banna kvikmyndahús.     Þau sjónarmið eru enn uppi í Sádí-Arabíu. Í janúar sagði Abdul Aziz Al al-Sheikh það myndi spilla siðferði fólks að aflétta banninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×