Erlent

Sá stutti vill ólmur komast sem fyrst til Bandaríkjanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Sá stutti, Joaquin "El Chapo" Guzman.
Sá stutti, Joaquin "El Chapo" Guzman. V'isir/Getty
Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ (sá stutti) Guzman vill ólmur komst til Bandaríkjanna sem fyrst í þeirri von um að fá betri meðferð í fangelsi þar í landi.

Guzman, sem hefur tvisvar sinnu flúið úr rammgirtum fangelsum í Mexíkó, var handsamaður í Mexíkó í janúar síðastliðnum, sex mánuðum eftir síðara flótta.

Mexíkósk yfirvöld tilkynntu í kjölfarið að þau myndu hefja viðræður við Bandaríkin um framsal á Guzman.

Hann barðist í fyrstu gegn framsalinu er nú kominn með yfirdrifið nóg af vistinni í mexíkósku fangelsi og vill komast til Bandaríkjanna sem fyrst, að því er fram kemur á vef Newsweek.

„Hann bað mig um að gera allt sem ég gæti til að binda endi á dvöl hans hér. Hann sagðist bara vilja fá að sofa í friði og bað mig um að flýta fyrir framsalinu til Bandaríkjanna,“ er haft eftir einum af verjendum hans, Jose Refugio Rodriguez. 

Guzman hefur kvartað yfir því hversu lítið hann fær að tala við fjölskyldu sína, honum finnst klefi sinn og lítill og þá sé hann einnig kaldur.


Tengdar fréttir

Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo

Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að Joaquin Guzman, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×