Íslenski boltinn

Sá sjötti yfirgefur Framara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Þórður Albertsson í bikarleik gegn KA í sumar.
Aron Þórður Albertsson í bikarleik gegn KA í sumar. vísir/daníel
Flóttinn heldur áfram úr Safamýri, en sjötti leikmaðurinn hefur nú yfirgefið félagið síðan það féll í 1. deildina í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Aron Þórður Albertsson, sem kom frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2013, rifti samningi sínum við Fram á dögunum, en hann átti að renna út eftir sumarið 2016.

„Það var bara kominn tími á nýja áskorun,“ segir Aron Þórður við Vísi, en hann skoraði eitt mark í tólf leikjum í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að koma fimm sinnum við sögu hjá Safamýrarliðinu á sínu fyrsta tímabili í fyrra.

„Ég er úti núna en mun skoða allt sem kemur upp, bæði í Pepsi-deildinni og í fyrstu deild,“ segir Aron Þórður Albertsson.

Kristinn Rúnar Jónsson, nýráðinn þjálfari Fram, hefur verk að vinna að setja saman lið fyrir næsta sumar, en Framarar eru nú búnir að missa sex leikmenn á skömmum tíma.

Arnþór Ari Atlason, Guðmundur Magnússon, Hafsteinn Briem, Jóhannes Karl Guðjónsson og Viktor Bjarki Arnarsson eru allir búnir að segja upp samningum sínum við Fram.


Tengdar fréttir

Viktor Bjarki hættur hjá Fram

Nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og yfirgefur Safamýrarliðið eftir tvö ár í herbúðum þess.

Bjarni hættur hjá Fram

Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×