Fótbolti

Sá sem dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar verður á skiltinu hjá Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mark Clattenburg heldur á skiltinu í dag.
Mark Clattenburg heldur á skiltinu í dag. vísir/EPa
Pólverjinn Szymon Marciniak dæmir leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 í fótbolta í dag en leikurinn hefst klukkan 16.00 og fer fram á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka.

Marciniak er 35 ára og hefur klifrað upp metorðastigann hratt á undanförnum árum. Hann varð FIFA-dómari fyrir fimm árum síðan og dæmdi í undankeppni í HM 2014.

Hann fékk úrslitaleikinn á EM U21 árs landsliða í fyrra og þykir líklegur til að fá stóra leiki á næstu árum.

Fjórði dómarinn er mun þekktari en Pólverjinn en það er enski úrvalsdeildardómarinn Mark Clattenburg sem dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli Atlético Madríd og Real Madríd í Mílanó fyrr á þessu ári.

Clattenburg er líklegur til að dæma úrslitaleikinn á Evrópumótinu en aðeins eru tvö ár síðan að annar Englendingur, Howard Webb, dæmdi bæði úrslitaleik HM og úrslitaleik Meistaradeildarinnar sama árið.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×