Fótbolti

Sá elsti á HM hættur | Fær kveðju frá Emil

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marquez er í guðatölu í Mexíkó.
Marquez er í guðatölu í Mexíkó. vísir/getty
Mexíkóski varnarmaðurinn Rafael Marquez hefur tilkynnt ákvörðun sína um að leggja takkaskóna á hilluna en hann lék með Mexíkó á HM í Rússlandi og var elsti útileikmaðurinn á mótinu, 39 ára að aldri.

Marquez á farsælan feril að baki. Hann var hluti af mjög sigursælu liði Barcelona frá 2003-2010 þar sem hann vann meðal annars spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu tvisvar.

Eftir árin hjá Barcelona hélt Marquez vestur um haf þar sem hann spilaði með fyrst með New York Red Bulls í Bandaríkjunum í tvö ár og svo með León í heimalandinu í tvö ár áður en hann kom aftur til Evrópu og lék með Emil Hallfreðssyni hjá Hellas Verona í Serie A eitt tímabil.

Marquez hefur undanfarin tvö ár leikið með uppeldisfélagi sínu, Atlas í Mexíkó en hefur nú ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.



Fyrirliði Emils hjá Hellas Verona
Emil sendi fyrrum félaga sínum kveðju á Instagram síðu sinni í dag þar sem hann segir það hafa verið heiður að hafa fengið að spila með Marquez.

Marquez var sömuleiðis liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×