FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 23:36

1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum

FRÉTTIR

Sá besti síđan LeBron James

 
Körfubolti
23:30 06. JANÚAR 2016
Ţú átt eftir ađ lesa mikiđ um ţennan strák í framtíđinni. Ben Simmons er nafniđ.
Ţú átt eftir ađ lesa mikiđ um ţennan strák í framtíđinni. Ben Simmons er nafniđ. VÍSIR/GETTY

Goðsögnin Magic Johnson ákvað að setja mikla pressu á hinn unga Ben Simmons á Twitter í gær.

Þá skrifaði Magic á Twitter að Simmons væri besti alhliðakörfuboltamaður sem hann hefði séð síðan LeBron James steig fram á sjónarsviðið.

„Það lið sem mun fá Simmons mun græða á því strax. Hann mun láta til sín taka í deildinni undir eins,“ bætti Magic við.

Simmons er nýliði hjá LSU-háskólanum og ef hann myndi fara í næsta nýliðaval NBA-deildarinnar þá er því þegar spáð að hann yrði valinn fyrstur.

LSU vann óvæntan sigur á Kentucky í gær þar sem Simmons skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar á 27 mínútum. Hann er með 20,1 stig, 12,9, fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Sá besti síđan LeBron James
Fara efst