Enski boltinn

Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Manchester United er í sjöunda sætinu, 23 stigum á eftir toppliði Liverpool og 13 stigum á eftir Arsenal sem er í fjórða og síðasta sætinu sem gefur sæti í Meistaradeildinni.

Tapið í þessum leik í gær þýðir að á fyrsta ári undir stjórn David Moyes hefur United-liðið aðeins náð í 6 af 36 mögulegum stigum á móti sex efstu liðum deildarinnar.

Everton var eitt af þremur liðum fyrir ofan Manchester United í töflunni sem unnu báða leiki liðana en hin eru Liverpool og Manchester City.

Fjögur af þessum sex stigum Manchester United á móti sex efstu liðunum náði Manchester United í tveimur leikjum sínum við Arsenal og þar á meðal er eini sigurinn en United vann 1-0 sigur á Arsenal á Old Trafford í nóvember.



Leikir Manchester United á móti sex efstu liðunum á leiktíðinni:

1. Liverpool

Heima - 0 stig [0-3 tap]

Úti - 0 stig [0-1 tap]

2. Chelsea

Heima - 1 stig [0-0 jafntefli]

Úti - 0 stig [1-3 tap]

3. Man City

Heima - 0 stig [0-3 tap]

Úti - 0 stig [1-4 tap]

4. Arsenal

Heima - 3 stig [1-0 sigur]

Úti - 1 stig [0-0 jafntefli]

5. Everton

Heima - 0 stig [0-1 tap]

Úti - 0 stig [0-2 tap]

6. Tottenham

Heima - 0 stig [1-2 tap]

Úti - 1 stig [2-2 jafntefli]



Samanlagt:

6 stig af 36 mögulegum (17 prósent)

Markatala: -15 (6-21)




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×