Innlent

Rýmri fánalög í nýju frumvarpi

fanney birna jónsdóttir skrifar
Heimildir til notkunar á fánanum við markaðssetningu íslenskra vara og þjónustu verða rýmkaðar.
Heimildir til notkunar á fánanum við markaðssetningu íslenskra vara og þjónustu verða rýmkaðar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur kynnt ríkisstjórn nýtt frumvarp um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið þar sem heimildir til notkunar á íslenska fánanum við markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu eru rýmkaðar.

Reglur verða einfaldaðar og verði frumvarpið að lögum þarf ekki að sækja um leyfi til að nota þjóðfánann við markaðssetningu á vörum og þjónustu sem er íslensk að uppruna.

Neytendastofa fær það hlutverk að veita leyfi fyrir notkun þjóðfánans í vörumerki en notkun í firmamerki verður alfarið óheimil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×