Viðskipti erlent

Rýmdu flugvél þegar kviknaði í iPhone

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sími stúlkunnar bráðnaði og var með öllu ónothæfur eftir brunann.
Sími stúlkunnar bráðnaði og var með öllu ónothæfur eftir brunann. MYND/Portland PRESS
Eldur kom upp í farsíma af gerðinni iPhone 5 í flugvél á leið frá Ísrael til Prag í Tékklandi á dögunum.

Varð það til þess að rýma þurfti vélina en ekki er vitað hvað olli íkveikjunni þó grunur leiki á að rafhlaða símans hafi gefið sig.

Eigandi símans, Yardin Levi, þurfti að skilja hann eftir á flugvellinum í Tel Aviv og þegar búið var að reykræsta vélina hélt hún ferð sinni áfram.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eldur kemur upp í síma af þessari gerð en fyrr á þessu ári brann 14 ára bandarísk stúlka illa á fótum eftir að kviknaði í iPhone síma hennar sem hún geymdi í rassvasa sínum.

Þegar stúlkan settist niður segist hún hafa heyrt lítinn hvell. Eldur kom upp í símanum skömmu síðar en stúlkan hlaut annars stigs bruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×