Ryan-tvíburarnir sameinađir í Buffalo

 
Sport
23:15 11. JANÚAR 2016
Rex er hér til vinstri og Rob til hćgri.
Rex er hér til vinstri og Rob til hćgri. VÍSIR/GETTY

Rex Ryan, þjálfari Buffalo Bills, lét það verða sitt fyrsta verk eftir tímabilið að ráða tvíburabróður sinn, Rob, sem þjálfara hjá félaginu.

Rob verður aðstoðarþjálfari varnarinnar en hann var varnarþjálfari New Orleans Saints framan af vetri en var svo rekinn.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að fá Rob í þjálfaraliðið okkar og ég held að hann eigi eftir að reynast okkur mjög vel,“ sagði Rex en það verður mjög áhugavert að sjá þá bræður saman á hliðarlínunni enda báðir skrautlegir karakterar.

Þeir unnu síðast saman árið 1995 er þeir voru aðstoðarþjálfarar hjá Arizona Cardinals sem þá var þjálfað af föður þeirra, Buddy Ryan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Ryan-tvíburarnir sameinađir í Buffalo
Fara efst