Lífið

Ryan Gosling útskýrir hvers vegna hann hló að Óskarsklúðrinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Ryan Gosling á síðastliðinni Óskarsverðlaunahátíð.
Ryan Gosling á síðastliðinni Óskarsverðlaunahátíð. Vísir/Getty
Leikarinn Ryan Gosling hefur nú útskýrt hvers vegna hann var hálf flissandi þegar ljóst var að kvikmyndin La La Land hafði fyrir mistök verið lesin upp sem besta myndin á Óskarsverðlaunhátíðinni.

Mikil ringulreið myndaðist á sviðinu þegar þetta átti sér stað en glöggir áhorfendur veittu því athygli að Gosling virtist hlæja að þessu öllu saman á meðan flestum var verulega brugðið.

„Í fyrstu sá ég skelfingarsvipinn á fólki og starfsfólk hljóp inn á sviðið,“ útskýrir Gosling í viðtali við Entertainment Tonight.

Hann hélt að einhverskonar neyðarástand hefði skapast og að mögulega hefði einhver slasast eða veikst.

„Ég ímyndaði mér hið versta. Svo heyrði ég að Moonlight hefði verið valin besta myndina og ég varð svo feginn að ég fór að hlæja.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×