Enski boltinn

Ryan Giggs hrósar Chelsea: Bera höfuð og herðar yfir alla aðra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea.
Ryan Giggs og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/Getty
Ryan Giggs, aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United, segir að Chelsea sé með yfirburðarlið í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Chelsea hefur sex stiga forskot á toppnum en Southampton er í 2. sætinu. Chelsea hefur þrettán stigum meira en Manchester United sem situr nú í fjórða sætinu.

„Fjögurra manna varnarlínan þeirra hefur ekkert breyst og það er mikill stöðugleiki í þeirra liði," sagði Ryan Giggs við BBC.

„Þeir bera höfuð og herðar yfir alla aðra þessa stundina," sagði Giggs.

Manchester United komst upp í Meistaradeildarsæti með sigrinum á Arsenal um helgina en Giggs kvartar undan miklum meiðslum innan liðsins.

Varnarmennirnir Luke Shaw, Marcos Rojo, Rafael, Phil Jones og Jonny Evans sem og þeir Daley Blind, Jesse Lingard og Radamel Falcao eru allir á meiðslalistanum í dag.

„Þið sjáið að við erum að reyna að spila sóknarbolta og við erum að reyna að skora mörk og taka áhættu en við höfum bara ekki náð upp stöðugleika vegna allra meiðslanna," sagði hinn fertugi Ryan Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×