Viðskipti innlent

RÚV semur um lægri vexti

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Sjónvarpshúsið í Efstaleiti.
Sjónvarpshúsið í Efstaleiti. Vísir/ernir
Ríkisútvarpið og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hafa samið um skilmálabreytingu á skuldabréfum sem gefin voru út í október árið 2000. Nú hafa fastir ársvextir lánsins verið lækkaðir í 3,5 prósent úr fimm prósentum. Lánstíminn var einnig lengdur, en lokagjalddagi er nú 1. október 2057 í stað 1. apríl 2025.

Næsti gjalddagi er 1. október 2018 og munu greiðslur fara fram á 6 mánaða fresti til lokagjalddaga. Óverðtryggðar eftirstöðvar höfuðstóls voru hækkaðar um rúmar 60 milljónir til þess að halda jafngreiðslum lánsins óbreyttum.

Hver greiðsla, afborgun og vextir án verðtryggingar, er því 28.173.400 krónur. Lánið hefur alltaf verið verðtryggt, svo miðað við vísitölu 1. apríl er greiðsla með verðtryggingu 68.938.179 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×