Innlent

Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rútumiðstöð í Skógarhlíð.
Rútumiðstöð í Skógarhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag.

Þetta kemur fram í svari skipulagsfulltrúa Reykjavíkur til heilbrigðiseftirlitsins sem vildi fá úr þessu skorið eftir kvartanir frá óánægðum íbúum í Eskihlíð. Skipulagsfulltrúi segir að samkvæmt aðalskipulagi sé Skógarhlíð 10 á svokölluðu miðsvæði.

Sjá einnig: Á háa c-i yfir rútum í bakgarði

Samgöngumiðstöðvar geti verið starfræktar á þjónustusvæðum og miðsvæðum.

„Deiliskipulagið setur ekki skorður fyrir þeim rekstri sem nú er á lóðinni. Þjónusturekstur, til að mynda í formi samgöngumiðstöðvar, er því heimill bæði samkvæmt aðal- og deiliskipulagi,“ segir skipulagsfulltrúi.


Tengdar fréttir

Á háa c-i yfir rútum í bakgarði

Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×