Körfubolti

Rútubílstjórinn fór á barinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá Saint Louis.
Úr leik hjá Saint Louis. vísir/getty
Gærkvöldið fór ekki vel hjá körfuboltaliði Saint Louis háskólans.

Kvöldið byrjaði á því að liðið steinlá, 70-55, gegn liði St. Bonaventure-háskólans.

Er súrir leikmenn liðsins höfðu farið í sturtu og ætluðu upp í rútu versnaði kvöldið um helming. Það var nefnilega engin rúta fyrir utan leikvanginn.

Fljótlega kom þó í ljós að rútubílstjórinn, sem er 56 ára gömul kona, hafði keyrt á rútunni eina 65 kílómetra og skellt sér þar á barinn.

Hún var síðan handtekinn ölvuð undir stýri. Lögreglan skilaði þó rútunni á réttan stað síðar um kvöldið og liðið komst heim eftir ansi langt kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×