FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR NÝJAST 12:00

Tim Howard efast um ástríđu leikmanna eins og Arons Jóhannssonar

SPORT

Rut skorađi tvö í jafntefli í Frakklandi

 
Handbolti
21:14 09. JANÚAR 2016
Rut í leik međ íslenska landsliđinu.
Rut í leik međ íslenska landsliđinu. VÍSIR/
Anton Ingi Leifsson skrifar

Rut Jónsdóttir skoraði tvö mörk þegar Randers gerði jafntefli, 27-27, við franska liðið HBC Nimes í 16-liða úrslitum Áskorendabikar Evrópu í handknattleik, en fyrri leikur liðanna fór fram í Frakklandi í dag.

Staðan í hálfleik var 13-13 og viðureignin var jöfn og spennandi út allan leikinn. Lokatölur, eins og áður segir, 27-27.

Rut gerði tvö mörk, en þær Linn Gosse, Clara Danielsson og Johanna Westberg gerðu allar fimm mörk fyrir danska liðið. Chloe Bulleux gerði tíu mörk fyrir heimastúlkur.

Liðin mætast aftur eftir viku og þá i Danmörku. Það lið sem hefur betur í þeirri viðureign fer áfram í átta liða úrslit keppninnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Rut skorađi tvö í jafntefli í Frakklandi
Fara efst