Handbolti

Rut komst á blað í sigri Randers

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rut verður í leikmannahóp íslenska landsliðsins í næsta verkefni.
Rut verður í leikmannahóp íslenska landsliðsins í næsta verkefni. Vísir/Valli
Rut Jónsdóttir og félagar í Randers unnu þriggja marka sigur á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en með sigrinum skaust Randers upp í efsta sæti deildarinnar.

Randers hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leik dagsins en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 13-13.

Rut og félögum tókst hinsvegar að ná stjórn á leiknum strax í upphafi seinni hálfleiks og unnu að lokum þriggja marka sigur og komst Rut á blað með eitt mark. Sigurinn þýðir að Randers situr í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir fimm leiki.

Þá unnu Aron Rafn Eðvarðsson og félagar í Aalborg 27-23 sigur á Nordsjaelland í karlaflokki en þetta var þriðji sigur Aalborg í röð.

Ólafur Gústafsson var ekki með Aalborg í dag en hann er enn að ná sér af bakmeiðslum og verður frá út árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×