SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Rut átti ţátt í fimm mörkum í eins marks sigri

 
Handbolti
19:05 04. FEBRÚAR 2016
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. VÍSIR/GETTY

Íslenska landsliðskonan Rut Jónsdóttir og félagar hennar í Randers HK fögnuðu sínum þriðja sigri í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Randers HK vann þá eins marks útisigur á SK Aarhus, 23-22, og komst fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Rut Jónsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum auk þess að gefa þrjár stoðsendingar á liðsfélaga sína. Rut nýtti 2 af 3 skotum sínum.

Camilla Dalby var markahæst í liði Randers HK með átta mörk en Clara Monti Danielsson skoraði fimm mörk.

Rut var með eitt mark og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum en Randers var með fjögurra marka forystu í hálfeik, 14-10. Camilla Dalby skoraði fimm af mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum.

Rut skoraði fyrsta mark Randers í seinni hálfleiknum og kom liðinu með því í 15-11. Heimastúlkur komu sér síðan hægt og rólega inn í leikinn.

Leikmenn SK Aarhus náðu að minnka ítrekað í eitt mark í seinni hálfleiknum og jöfnuðu síðan metin í 21-21 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir.

Randers komst aftur tveimur mörkum yfir í 23-21 en leikmenn SK Aarhus minnkuðu muninn í eitt mark og gátu síðan jafnað metin.

Cecilie Greve varði hinsvegar lokaskot SK Aarhus og Randers tryggði sér sigurinn.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Rut átti ţátt í fimm mörkum í eins marks sigri
Fara efst