Erlent

Rússum meinað að fljúga yfir Úkraínu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu,greindi frá ákvörðuninni eftir ríkisstjórnarfund í dag.
Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu,greindi frá ákvörðuninni eftir ríkisstjórnarfund í dag. vísir/afp
Stjórnvöld í Úkraínu ákváðu í dag að banna allt rússneskt flug í lofthelgi Úkraínu. Ákvörðunin var tekin eftir að Rússar tilkynntu áætlanir þeirra um að stöðva útflutning á gasi til Úkraínu, sem taka gildi á morgun.

Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra Úkraínu, greindi frá þessari ákvörðun í dag, og sagði þjóðaröryggi landsins í húfi. Þá gætu Rússar nýtt sér lofthelgi Úkraínu til að ögra yfirvöldum og að bregðast þurfi við ágengri framgöngu þeirra.

Nú síðast í október bönnuðu stjórnvöld í Úkraínu flestum rússneskum flugvélum að lenda á flugvöllum í landinu – sem Rússar svöruðu í sömu mynt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×