Innlent

Rússneskar sprengjuflugvélar flugu undir íslenska farþegaþotu

Atli Ísleifsson skrifar
Tupo­lev Tu-22M
Tupo­lev Tu-22M Mynd/Wikipedia
Tvær rússneskar sprengiflugvélar af Tupulev gerð, sem meðal annars geta borið kjarnorkusprengjur, flugu beint undir íslenska farþegaþotu sem var á leið frá Íslandi til Stokkhólms á fimmtudaginn.

Að sögn Morgunblaðsins gerðist þetta í íslenska flugstjórnarsvæðinu, skammt frá mörkum norska flugstjórnarsvæðisins.

Blaðið hefur eftir flugmanni íslensku þotunnar að hann hafi séð rússnesku þoturnar sem flugu talsvert lægra en sú íslenska, en þetta hafi samt verið háskaleikur hjá rússnesku flugmönnunum þar sem þeir höfðu slökkt á öllum radarsendingum, þannig að árekstrarvari farþegaþotunnar nam þær ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×