Handbolti

Rússneska liðið með fullt hús stiga inn í 8-liða úrslitin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rússneska kvennalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Hollandi 38-34 í lokaleik liðanna í B-riðli Ólympíuleikanna þrátt fyrir að hafa verið búnar að tryggja sér toppsæti riðilsins. Eftir tapið þarf Holland að sætta sig við fjórða sæti B-riðilsins.

Hollenska liðið gat ennþá nælt í 3. sæti riðilsins með sigri í dag en þá myndi liðið mæta Noregi í 8-liða úrslitunum en ekki Brasilíu.

Holland náði um tíma fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik í stöðunni 7-3 en rússneska liðið náði betri tökum á leiknum eftir því sem líða tók á leikinn og leiddi í hálfleik 17-16.

Í seinni hálfleik voru úrslitin aldrei í hættu en rússneska liðið náði um tíma sjö marka forskoti þótt því hollenska hafi tekist að saxa aðeins á forskotið rétt fyrir lok leiksins til þess að bjarga andlitinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×