Erlent

Rússnesk stjórnvöld hafa sett ferðabann á 89 evrópska stjórnmálamenn

Höskuldur Kári Schram skrifar
Rússnesk stjórnvöld hafa sett ferðabann á áttatíu og níu evrópska stjórnmálamenn til bregðast við refsiaðgerðum Evrópusambandsins vegna Úkraínu. Stjórnmálamennirnir mega ekki ferðast til Rússlands á meðan bannið er í gildi en þar á meðal er Nick Clegg fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands.

Rússnesk stjórnvöld tilkynntu þessa ákvörðun í bréfi til sendinefndar Evrópusambandsins í Moskvu fyrr í þessari viku að því fram kemur í erlendum fjölmiðlum. Bannið þykir endurspegla versnandi samskipti Rússlands og Evrópusambandsins - en samskiptin hafa verið afar stirð undanfarin misseri út af átökunum í Úkraínu. 

Ríki Evrópusambandsins hafa beitt rússa efnahagsþvingunum til að mótmæla afskiptum þeirra af deilunni í Úkraínu en Rússar hafa meðal svarað þessu með viðskiptabanni. 

Áttatíu og níu evrópskum stjórnmálamönnum verður meinað að ferðast til Rússlands en þar á meðal er Nick Glegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, Karel Schwarzenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Tékklands, og Anna Maria Bildt, Evrópuþingkona og eiginkona Carl Bildt, fyrrverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar. 

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segir að ferðabannið muni skaðleg áhrif á friðarumleitanir í Úkraínu. „Þetta gerist á sama tíma og við erum að reyna að draga úr þrálátum og hættulegum átökum í Mið-Evrópu. Þetta hjálpar ekki í þeim málum,“ segir Steinmeier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×