Sport

Rússar völdu 68 í Ólympíuhópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stangarstökvarinn Yelena Usinbayeva er í hópnum.
Stangarstökvarinn Yelena Usinbayeva er í hópnum. vísir/getty
Þó svo rússneskir frjálsíþróttamenn séu í keppnisbanni og óvissa sé um að þeir fái að taka þátt á ÓL í Ríó þá heldur rússneska frjálsíþróttasambandið ótrautt áfram.

Rússar eru búnir að velja 68 frjálsíþróttamenn í ÓL-hópinn sinn sem hafa ekki hugmynd um hvort þeir fái að fara til Ríó.

Rússar voru dæmdir í bann í nóvember er hulunnu var svipt af skipulagðri lyfjanotkun frjálsíþróttamanna landsins og verður tekin ákvörðun þann 21. júlí hvort þeir fái að keppa í Ríó.

Ólympíuleikarnir hefjast þann 5. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×