Erlent

Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vladimir Pútín Rússlandsforseti fékk leyfi þingsins til hernaðaraðgerða utan landsins fyrir tveimur dögum.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti fékk leyfi þingsins til hernaðaraðgerða utan landsins fyrir tveimur dögum. Vísir/AFP
Rússar hafa nú viðurkennt að loftárásir þeirra í Sýrlandi hafi ekki bara beinst gegn vígamönnum Íslamska ríkisins heldur einnig öðrum hópum. Árásirnar voru skipulagðar í samvinnu við stjórn Bashar al-Assad í Damascus.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti fékk leyfi þingsins til hernaðaraðgerða utan landsins fyrir tveimur dögum. Hafa loftárásir Rússa staðið síðan þá en strax voru uppi efasemdir um að Íslamska ríkið væri eina skotmark árásanna.

Rússar styðja áframhaldandi setu Assads á valdastóli á meðan vestrænir leiðtogar hafa sagt hann þurfa að víkja.


Tengdar fréttir

Sprengjum varpað á óvini Assads forseta

Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað.

Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi

Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár.

Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu

Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×