Sport

Rússar töpuðu áfrýjuninni og verða ekki með í Ríó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Íþróttadómstóllinn í Lausanne [e. CAS] ákvað í morgun að breyta ekki ákvörðun Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra um að meina rússnesku íþróttafólki þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó.

Fyrr í sumar var hulunni svipt af stórtæku lyfjamisferli meðal rússneskra íþróttamanna sem hafði verið skipulagt með aðstoð rússneskra yfirvalda.

Alþjóðaólympíunefndin ákvað að setja rússneskt íþróttafólk ekki í allsherjarbann fyrir Ólympíuleikana í Ríó heldur setja ákvörðunina í hendur hvers íþróttasambands fyrir sig. Alls fengu 270 Rússar að taka þátt í leikunum í Ríó og unnu þeir til samtals 56 verðlauna.

Sjá einnig: Fötluðum rússneskum íþróttamönnum bannað að keppa í Ríó

Nefndin var harðalega gagnrýnd fyrir að fara ekki að ráðum Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, sem vildi setja Rússa í allsherjarkeppnisbann.

Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra ákvað hins vegar að rússneska keppnisliðið væri ekki stætt á að taka þátt í ljósi aðstæðna og gátu yfirvöld í Rússlandi ekki sýnt fram á annað fyrir dómstólnum í Lausanne.

Um þetta er fjallað nánar á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×