Erlent

Rússar segjast ekkert kannast við kafbát í skerjagarðinum

Vísir/AFP
Leitin í sænska skerjagarðinum heldur áfram í dag en alla helgina hefur sænski herinn leitað að torkennilegum hlut sem sást í vatnsborðinu og er talinn hafa verið erlendur kafbátur.

Talsmaður hersins segir að leitað verði næstu daga en hann vildi ekki staðfesta fregnir þess efnis að herinn væri líka að leita að mönnum í landi sem hafi mögulega komið sér frá borði í kafbátnum eftir að bilun hafi komið upp í honum.

Varnarmálasérfræðingar telja líklegast að um rússneskan kafbát hafi verið að ræða en yfirvöld í Moskvu segjast ekkert kannast við málið. Þó þykir grunsamlegt að tvö rússnesk flutningaskip lóna nú við sænsku landhelgislínuna, í óljósum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×