Erlent

Rússar segja viðræður um Aleppo í gangi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir almennir borgarar hafa látið lífið í árásum í Aleppo.
Fjölmargir almennir borgarar hafa látið lífið í árásum í Aleppo. Vísir/EPA
Yfirvöld Rússlands segja viðræður í gangi um að stöðva átök í Aleppo í Sýrlandi. Bandaríkin hafa fari fram á að stjórnarherinn myndi hætta loftárásum sínum þar vegna mannfalls almennra borgara. Rússar höfðu áður sagt að þeir myndu ekki beita sér til þess að stöðva árásirnar.

Rússneskir fjölmiðlar segja að markmið viðræðna sé að koma á rólegu ástandi í Aleppo. Einnig kemur fram að tímabundið vopnahlé nærri Damascus hafi verið framlengt.

„Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á friði í Sýrlandi að styðja viðleitni Rússlands og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmann samhæfingarmiðstöð Rússa í Sýrlandi á vef AFP fréttaveitan.

Mikill fjöldi almennra borgara hefur látið lífið í árásum stjórnarhersins og uppreisnarmanna í borginni á undanförnum dögum. Meðal annars hefur verið gerð loftárás á sjúkrahús Lækna án landamæra.


Tengdar fréttir

Kerry reynir að bjarga vopnahléinu

Ætlar að fara til Genf og ræða við deiluaðila um að stöðva átökin sem hafa blossað aftur upp í Aleppo í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×