Rússar segja ásakanirnar tilhćfulausan áróđur

 
Erlent
21:32 30. JANÚAR 2016
Rússnesk Su-34 herţota.
Rússnesk Su-34 herţota. VÍSIR/AFP

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað ásökunum um að rússnesk orrustuþota hafi rofið tyrkneska lofthelgi og segir að um áróður sé að ræða.

Mikil spenna er í samskipum Tyrklands og Rússlands eftir að Tyrklandsher skaut niður rússneska herþotu nærri landamærunum Sýrlands og Tyrklands í nóvember.

Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, segir að rússneskar herþotur sem staðsettar séu í Sýrlandi hafi aldrei rofið tyrkneska lofthelgi. „Yfirlýsingar Tyrkja um meint rof rússneskra Su-34 á lofthelgi er ekkert annað en tilhæfulaus áróður.“

Tyrkir vilja meina að nýjasta atvikið hafi átt sér stað í gær og var sendiherra Rússlands í tyrknesku höfuðborginni Ankara boðaður á fund í tyrkneska utanríkisráðuneytinu.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að Rússar verði að verða reiðubúnir undir afleiðingar, haldi þeir brotunum áfram.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti í dag Rússa til að haga sér með ábyrgum hætti og virða lofthelgi NATO.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Rússar segja ásakanirnar tilhćfulausan áróđur
Fara efst