LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 15:00

Hrađamet hjá Ara Braga

SPORT

Rússar segja ásakanirnar tilhćfulausan áróđur

 
Erlent
21:32 30. JANÚAR 2016
Rússnesk Su-34 herţota.
Rússnesk Su-34 herţota. VÍSIR/AFP

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað ásökunum um að rússnesk orrustuþota hafi rofið tyrkneska lofthelgi og segir að um áróður sé að ræða.

Mikil spenna er í samskipum Tyrklands og Rússlands eftir að Tyrklandsher skaut niður rússneska herþotu nærri landamærunum Sýrlands og Tyrklands í nóvember.

Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, segir að rússneskar herþotur sem staðsettar séu í Sýrlandi hafi aldrei rofið tyrkneska lofthelgi. „Yfirlýsingar Tyrkja um meint rof rússneskra Su-34 á lofthelgi er ekkert annað en tilhæfulaus áróður.“

Tyrkir vilja meina að nýjasta atvikið hafi átt sér stað í gær og var sendiherra Rússlands í tyrknesku höfuðborginni Ankara boðaður á fund í tyrkneska utanríkisráðuneytinu.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að Rússar verði að verða reiðubúnir undir afleiðingar, haldi þeir brotunum áfram.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti í dag Rússa til að haga sér með ábyrgum hætti og virða lofthelgi NATO.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Rússar segja ásakanirnar tilhćfulausan áróđur
Fara efst