Erlent

Rússar neita loftárásum

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Íslamska ríkinu að bráð.
Íslamska ríkinu að bráð.
Landvarnaráðuneyti Rússlands segir fréttir af því að rússneskar herþotur hafi gert loftárásir á hina fornu borg Palmyra í Sýrlandi rangar.

Sýrlenskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að rússneski herinn hefði gert árásir á farartæki og vopnageymslur í Palmyra, þá hefði herinn einnig gert árásir í Aleppo-héraði og á skotmörk nærri Al-Bab. 

Liðsmenn Íslamska ríkisins náðu Palmyra í maí og hafa sprengt þar fornminjar, nú síðast tvö þúsund ára gamlan sigurboga. Hernám þeirra á borginni er liður í áætlun þeirra um að ná yfirráðum í vesturhluta Sýrlands. NATO og fleiri ríki hafa sagt Rússa gera loftárásir á hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanni Rússlands, frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×